Staðnemar og fjarnemar í grunnskólakennaranámi við Menntavísindasvið: Bakgrunnur, viðhorf og áhugi á að starfa við kennslu

Minnkandi aðsókn í kennaranám og skortur á kennurum veldur almennum áhyggjum og óttast er að fjöldi útskrifaðra grunnskólakennara haldi ekki í við fjöldann sem hættir. Sömuleiðis veldur brottfall úr námi og hæg námsframvinda áhyggjum. Í greininni er sagt frá rannsókn þar sem dregin er upp mynd af bakrunni grunnskólakennaranema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kannað hvort munur sé á fjarnemum og staðnemum. Niðurstöðurnar benda til þess að fjarnemar eigi síður háskólamenntaða foreldra en staðnemar og að börn kennara fari frekara í staðnám en fjarnám. Svipað hlutfall stað- og fjarnema vinna með námi en fjarnemar vinna almennt meira.

Höfundar: Þuríður Jóna Jóhannsdóttir og Amalía Björnsdóttir  ► Sjá grein