Áhrif Royaumont-málþingsins 1959 á íslenskt námsefni í stærðfræði fyrir börn

Greinin fjallar um Royaumont málþingið, sem var haldið árið 1959 í Frakklandi, um nýja hugsun um skólastærðfræði. Málþingið olli straumhvörfum í hugsun og rannsóknum á skólastærðfræði. Í kjölfarið var tekið upp Norrænt samstarf, nefnd var stofnuð, sérfræðingar voru ráðnir og kennslubókaflokkur nefndur Bundgaard- námsefnið varð til. Í greininni er Bundgaard-námsefnið greint með tilliti til tillagna sem settar voru fram á málþinginu og borið saman við annað námsefni. Niðurstöður sýna að áhrif tillagna frá málþinginu voru mikil en dvínuðu með tímanum þótt einhverjir þættir gengu í endurnýjun lífdaga í íslenskri skólastærðfræði.

Höfundur: Kristín Bjarnadóttir ► Sjá grein