Kyngervi kennara í augum foreldra: Mótsagnakenndar kröfur

Í greininni er fjallað um viðhorf foreldra til kyngervis grunnskólakennara. Tekin voru viðtöl við 10 foreldra og voru viðmælendur spurðir um afstöðu sína til kyns og kyngervis kennara, karlmennsku, kvenleika, virðingar, aga og umhyggju með það að sjónarmiði að greina hvernig þessi viðhorf væru kynjuð. Eftir greiningu var augljóst að viðhorf foreldra lituðust af einstaklingshyggju og eðlishyggju. Einnig kom í ljós að skoðanir voru ólíkar og viðhorf oft mótsagnakennd. Höfundar leggja áherslu á að ef fjölga á körlum í grunnskólakennslu eigi það ekki að gerast á forsendum sem byggjast á staðalmyndum kynjanna og hefðbundnum kynhlutverkum. Undirbúa þurfi kennara af öllum kynjum fyrir allar hliðar starfsins.

Höfundar: Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson ► Sjá grein