Staðsetning háskóla og menntabil í háskólamenntun

Höfundur greinir frá umtalsverðum muni á hlutfalli háskólamenntaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, sem skýrist að hluta til í misjöfnum atvinnumöguleikum á þessum svæðum, þó fleiri þættir spili inn í. Greint er frá því að meirihluti háskólamenntaðra á landinu hafi lokið prófi frá Háskóla Íslands en landsvæði skipti sköpum þegar litið sé til hvaða skóli næstflestir hafi útskrifast frá. Á höfuðborgarsvæðinu eigi Háskólinn í Reykjavík næstflesta brautskráða nemendur en á Norðurlandi sé það Háskólinn á Akureyri. Almennt sé líklegra að fólk útskrifað frá landsbyggðaháskólum sé búsett utan höfuðborgarsvæðisins. Til að draga úr menntabilinu milli Reykjavíkur og annarra landshluta segir höfundur þurfa skýr markmið og ákvarðanatöku.  Sjá grein

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *