Netla afhent í móttöku

Ritstjórn Netlu afhenti Ólafi Proppé rektor frumútgáfu Netlu á geisladiski ásamt plöntu í bláum potti sem hér sést í móttöku þann 15. janúar 2002. Plantan er að sjálfsögðu af netlutegund, er á íslensku nefnd húsfriður eða heimilisfriður og ber latneska heitið soleirolea soleirolii.

Netlan soleirolea soleirolii var færð rektor KHÍ
þann 15. janúar 2002.

Nú er lokið öllum frágangi veftímaritsins; lesendur geta leitað uppi efni á leitarsíðu, kallað fram prentútgáfur af greinum og brugðist við greinum með stuttum skrifum. Allar ábendingar um atriði sem betur mættu fara eru að sjálfsögðu vel þegnar. Ritstjórn þakkar af alhug hamingjuóskir sem henni hafa borist og hvetur alla sem hafa gælt við hugmyndir að greinum eða birta vilja efni að snúa sér hiklaust til ritstjórnarmanna.