Entries by kristin@bongo.is

Orðaforði íslenskra barna frá 4 til 8 ára aldurs: Langtímarannsókn á vaxtarhraða og stöðugleika

Greinin fjallar um orðaforðahluta viðamikillar langtímarannsóknar á þróun máls og læsis meðal íslenskra barna á aldrinum 4 til 8 ára. Einnig var útbúið orðaforðapróf fyrir börn á þessum aldri. Markmið þess hluta rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var meðal annars að afla vísbendinga um vaxtarhraða orðaforða íslenskra barna á mörkum leik- og grunnskóla. Niðurstöður sýndu […]

Bókmenntir, listir og grunnþættir menntunar

Ritstjórn skipuðu Jón Ásgeir Kalmansson, Eyja M. Brynjarsdóttir og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Greinarnar Í sérritinu eru 11 ritrýndar greinar. Auk almenns prófarkalesturs, eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Ávallt er reynt að haga hlutum þannig að annar […]

Framhaldskólinn í brennidepli

Ritstjórn skipuðu Þuríður Jóna Jóhannsdóttir og Hjördís Þorgeirsdóttir. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Greinarnar Í sérritinu eru 11 ritrýndar greinar og 2 ritstýrðar. Auk almenns handritalesturs, eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Ávallt er reynt að haga hlutum þannig að annar sérfræðingurinn […]

Viðhorf íslenskra grunnskólanema til eineltis og inngripa í eineltismál út frá reynslu þeirra af einelti.

Greinin segir frá rannsókn þar sem reynsla íslenskra grunnskólanema af einelti var skoðuð, auk viðhorfa þeirra til þátta eins og inngripa kennara og ábyrgðar nemenda. Niðurstöður sýna að hægt er að skipta þátttakendum í þolendur, gerendur, hvoru tveggja og börn sem ekki tengjast einelti með beinum hætti. Viðhorf nemendanna lituðust af reynslu þeirra af einelti. […]

A view towards internationalisation at the University of Iceland: Lessons learned from the International Studies in Education Programme.

A special programme at the Univeristy of Iceland aims to provide educational opportunities for a diverse student population in the Icelandic higher educational context. The authors conduct a concept analysis of strategic policies of the University of Iceland and its aims at internationalisation in relation to changing demographics within the student population. They propose a […]

Sköpun í stafrænum heimi: Sjónarmið myndmenntakennara

Greinin fjallar um notkun snjalltækja í myndmenntakennslu. Bæði voru notkunarmöguleikar tækninnar í myndmennt skoðaðir og tækifæri til sköpunar. Niðurstöður leiddu í ljós að meginhlutverk snjalltækja er að styðja vinnuferli og verkefni nemenda – þau nýttust en koma ekki í staðinn fyrir hefðbundnar aðferðir í myndmennt. Notkun snjalltækja í myndmennt var takmörkuð og viðhorf kennara ólík […]

Staðnemar og fjarnemar í grunnskólakennaranámi við Menntavísindasvið: Bakgrunnur, viðhorf og áhugi á að starfa við kennslu

Minnkandi aðsókn í kennaranám og skortur á kennurum veldur almennum áhyggjum og óttast er að fjöldi útskrifaðra grunnskólakennara haldi ekki í við fjöldann sem hættir. Sömuleiðis veldur brottfall úr námi og hæg námsframvinda áhyggjum. Í greininni er sagt frá rannsókn þar sem dregin er upp mynd af bakrunni grunnskólakennaranema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kannað […]

Notkun spjaldtölva í námi og kennslu grunnskólanemenda á yngsta stigi með áherslu á læsi

Greinin byggir á eigindlegri rannsókn í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Meginmarkmiðið var að öðlast skilning á notkun spjaldtölva í námi og kennslu grunnskólanemenda á yngsta stiginu með hliðsjón af upplýsinga-, miðla- og tæknilæsi. Þótt niðurstöðum þurfi að taka með einhverjum fyrirvörum benda þær til að spjaldtölvur geti stutt nám og kennslu með ýmsum hætti – […]

Áhrif Royaumont-málþingsins 1959 á íslenskt námsefni í stærðfræði fyrir börn

Greinin fjallar um Royaumont málþingið, sem var haldið árið 1959 í Frakklandi, um nýja hugsun um skólastærðfræði. Málþingið olli straumhvörfum í hugsun og rannsóknum á skólastærðfræði. Í kjölfarið var tekið upp Norrænt samstarf, nefnd var stofnuð, sérfræðingar voru ráðnir og kennslubókaflokkur nefndur Bundgaard- námsefnið varð til. Í greininni er Bundgaard-námsefnið greint með tilliti til tillagna […]

Stuðningur við skólastjóra í námi og starfi

Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar þar sem markmiðið var að varpa ljósi á viðhorf og reynslu skólastjóra leik- og grunnskóla af stuðningi fræðsluyfirvalda sveitarfélaga, meðal annars, bæði við skólastjórana í starfi og til að sækja meistaranám í skólastjórnun. Viðtöl voru tekin við 14 skólastjóra sem höfðu starfað samtals í um 14 sveitarfélögum. Niðurstöður benda […]