Entries by kristin@bongo.is

Áhrif Royaumont-málþingsins 1959 á íslenskt námsefni í stærðfræði fyrir börn

Greinin fjallar um Royaumont málþingið, sem var haldið árið 1959 í Frakklandi, um nýja hugsun um skólastærðfræði. Málþingið olli straumhvörfum í hugsun og rannsóknum á skólastærðfræði. Í kjölfarið var tekið upp Norrænt samstarf, nefnd var stofnuð, sérfræðingar voru ráðnir og kennslubókaflokkur nefndur Bundgaard- námsefnið varð til. Í greininni er Bundgaard-námsefnið greint með tilliti til tillagna […]

Stuðningur við skólastjóra í námi og starfi

Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar þar sem markmiðið var að varpa ljósi á viðhorf og reynslu skólastjóra leik- og grunnskóla af stuðningi fræðsluyfirvalda sveitarfélaga, meðal annars, bæði við skólastjórana í starfi og til að sækja meistaranám í skólastjórnun. Viðtöl voru tekin við 14 skólastjóra sem höfðu starfað samtals í um 14 sveitarfélögum. Niðurstöður benda […]

Exchanging curriculum ideas for 21st century education

Over the last 20 years the use of methods of innovation and entrepreneurial education have been developing in Iceland, as well as other countries. Australia has developed a curricular area that is similar, in many ways, to parts of innovation education in Iceland. This article presents the author´s research on how teachers in one primary […]

Kyngervi kennara í augum foreldra: Mótsagnakenndar kröfur

Í greininni er fjallað um viðhorf foreldra til kyngervis grunnskólakennara. Tekin voru viðtöl við 10 foreldra og voru viðmælendur spurðir um afstöðu sína til kyns og kyngervis kennara, karlmennsku, kvenleika, virðingar, aga og umhyggju með það að sjónarmiði að greina hvernig þessi viðhorf væru kynjuð. Eftir greiningu var augljóst að viðhorf foreldra lituðust af einstaklingshyggju […]

Kennsla og stuðningur í íslenskum háskólum: Reynsla innflytjenda

Greinin byggir á niðurstöðum úr rannsóknarverkefni um væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir tengdar þessu. Markmiðið var að öðlast skilning á upplifun innflytjenda í háskólanámi á Íslandi. Þátttakendur voru 41 nemandi við þrjá háskóla. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að flestir þátttakendur upplifi að kennsluaðferðir séu nútímalegar en skoðanir þeirra á þeim […]

Ævintýralegt jafnrétti. Starfendarannsókn í leikskóla

Í greininni er fjallað um starfendarannsókn sem var gerð á deild fjögurra ára barna á leikskóla á Akureyri. Skólinn var þátttakandi í þróunarverkefni um jafnrétti og kynjahugmyndir leikskólabarna. Markmið starfendarannsóknar höfundar var að efla kennarana sem fagmenn og auka færni þeirra í að þróa eigin starfshætti. Þátttakendur voru kennararnir og börnin á leikskóladeildinni. Niðurstöður sýndu […]

Mat nýliða á gagnsemi leiðsagnar í starfi kennara

Greinin fjallar um íslenskan hluta norrænnar rannsóknar á nýliðum í grunn- og framhaldskólum. Kannað var hvernig stuðningur, stjórnun og skipulag í skólum hefur áhrif á hvernig nýir kennarar aðlagast starfinu, meta eigin færni og aðstæður í skólum. Niðurstöðurnar byggja á svörum við spurningalista þar sem svarhlutfall var rúmlega 85%. Innsýn er veitt í það hvernig […]

Hvað á leiðbeinandi að gera fyrir nemanda sem vinnur að doktorsritgerð?

Í greininni segir Atli frá niðurstöðum úr viðtölum við níu kennara Háskóla Íslands um reynslu þeirra af leiðsögn við lokaverkefni framhaldsnemenda. Viðhorf viðmælendanna ríma við orðræðu um leiðsögn doktorsnema víða um heim. Höfundur styðst einnig við eigin reynslu og segir að erfitt geti verið að leiðbeina eftir forskrift því hvert verkefni sé einstakt og í […]

Staðsetning háskóla og menntabil í háskólamenntun

Höfundur greinir frá umtalsverðum muni á hlutfalli háskólamenntaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, sem skýrist að hluta til í misjöfnum atvinnumöguleikum á þessum svæðum, þó fleiri þættir spili inn í. Greint er frá því að meirihluti háskólamenntaðra á landinu hafi lokið prófi frá Háskóla Íslands en landsvæði skipti sköpum þegar litið sé til hvaða […]