Entries by dagsson@gmail.com

, ,

Ruslakista eða raunhæf menntun? Viðhorf skólastjórnenda og kennara til lífsleikni í grunnskólum

Í grein Aldísar Yngvadóttur segir frá niðurstöðum rannsóknar á kennslu og viðhorfum skólastjórnenda og kennara til lífsleikni í grunnskólum. Þær benda til þess að lífsleikni sé kennd að lágmarki eina stund í viku í hverjum árgangi í allflestum skólum og að talsverð breidd sé í notkun námsefnis. Minnihluti skóla virðist gera lífsleikniáætlun en viðhorf kennara […]

,

Hvað er haldbær menntun?

Grein Ólafs Páls Jónssonar fjallar um sýn okkar á menntun. Samkvæmt viðtekinni sýn er það í fagmennsku sem siðferði og þekking tengjast, en þar fyrir utan má búa yfir fullgildri þekkingu – án þess að það komi siðferði manns við. Hér er lögð til sýn á menntun þar sem það að búa yfir þekkingu og […]

, ,

Velferð kennara er lykillinn að öflugum framhaldsskóla – Rannsókn á starfsánægju og starfsumhverfi

Grein Guðrúnar Ragnarsdóttur, Ásrúnar Matthíasdóttur og Jóns Friðriks Sigurðssonar segir frá rannsókn sem ætlað var að kanna starfsánægju, líðan og starfsumhverfi á meðal framhaldsskólakennara á Íslandi. Þótt mikill meirihluti þátttakenda segðist vera ánægður í starfi taldi um helmingur þeirra sig vera undir töluverðu starfstengdu álagi sem reyndist hafa áhrif á starfsánægju þeirra.

Frá undirritun samstarfssamnings

Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands, Gretar Marinósson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs KHÍ og Sigríður Rut Hilmarsdóttir fulltrúi Þroskaþjálfafélags Íslands. Á vef Kennarasambands Íslands 29. mars 2006 segir frá undirritun samnings um útgáfu Netlu daginn áður. Við birtum til fróðleiks myndina með fréttinni og tilvitnuð ummæli nokkurra þeirra sem voru við athöfnina: „Að sögn Gretars L. Marinóssonar framkvæmdastjóra […]

Samstarfssamningur

Með samningi sem undirritaður var 28. mars 2006 hafa Kennarasamband Íslands, Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands gert með sér samkomulag um að efla útgáfu Netlu sem rafræns fagtímarits um uppeldis- og menntamál, umönnun og fötlunarfræði fyrir þær stéttir sem Kennaraháskóli Íslands menntar og þjónar, sem og fyrir aðra þá sem áhuga hafa á að […]

Breytingar á ritstjórn Netlu

Þær Sólveig Jakobsdóttir dósent og Þuríður Jóhannsdóttir sérfræðingur við Rannsóknarstofnun KHÍ hafa látið af störfum í ritstjórn Netlu en þær hafa skipað ritstjórnina ásamt þeim Ingvari Sigurgeirssyni, Torfa Hjartarsyni og Þórunni Blöndal frá upphafi. Sólveig var fyrsti hvatamaður að tímaritinu, Þuríður lagði ritinu til nafnið og báðar hafa þær lagt mikið af mörkum til útgáfunnar. […]

Póstlisti um nýtt efni í Netlu

Eins og fram kemur á forsíðu er hægt að skrá sig á póstlista Netlu og fá sendar tilkynningar um nýtt efni sem hefur birst í tímaritinu. Þeim sem vilja benda á eða leggja fram efni til birtingar er bent á að snúa sér til ritstjórnar.