Ný ársrit
„Hérna er heimalestur, núna eigið þið bara að sinna þessu.“ Reynsla foreldra af heimalestri
Höfundar: Anna Kristina Regina Söderström og Karen Rut Gísladóttir. Heimalestur er útbreidd hefð á Íslandi. Við upphaf skólagöngu...
Áskoranir foreldra og leiðir þeirra til að efla seiglu og farsæld barna og ungmenna
Höfundar: Rósa Aðalsteinsdóttir, Ragný Þóra Guðjohnsen og Lóa Guðrún Gísladóttir. Í þessari eigindlegu rannsókn voru tekin viðtöl við...
Tíðni kulnunareinkenna og skýringar á kulnun starfsfólks í háskólum á Íslandi
Höfundar: Ragna Benedikta Garðarsdóttir, Helga Eden Gísladóttir, Þórhildur Guðjónsdóttir og Linda Bára Lýðsdóttir. Erlendar rannsóknir sýna að háskólakennarar...
Kynjað starfsumhverfi kvenkyns nýliða í grunnskólakennslu
Höfundar: Aðalheiður Anna Erlingsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Valgerður S. Bjarnadóttir. Rannsóknin er um hvernig nýlega brautskráðum kvenkyns...
Ný sérrit
Menntakvika 2024
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2024 – Menntakvika 2024 er gefið út á vegum Netlu...
Framhaldsskólinn – menntastefna og félagslegt réttlæti
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2024 – Framhaldsskólinn – menntastefna og félagslegt réttlæti er gefið...
Þau skiptu máli: Sögur grunnskólakennara
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2023 – Þau skiptu máli: Sögur grunnskólakennara er gefið út á vegum...
Menntakvika 2023
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit – Menntakvika 2023 er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits...
Um Netlu
Veftímaritið Netla er um uppeldi og menntun, útgáfan spratt af starfi áhugahóps um útgáfu vefrits við Kennaraháskóla Íslands við upphaf nýrrar aldar. Stofndagurinn 9. janúar 2002 var valinn með hliðsjón af sextugsafmæli Ólafs Proppé rektors Kennaraháskóla Íslands. Hann birti á sínum tíma stutt ávarp í tilefni af opnun tímaritsins.
Fimm manna ritstjórn stýrði ritinu fyrstu árin eins og sjá má í yfirliti um ritstjórn allt frá stofnun. Þann 28. mars 2006 var undirritaður samstarfssamningur Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, Kennarasamband Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands um útgáfuna og einn ritstjórnarmanna tók að sér hlutverk ritstjóra og leiddi hópinn næstu sex ár. Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð að baki útgáfunni eftir samruna Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands og í ársbyrjun 2012 var haldið upp á tíu ára afmæli ritsins með veglegum hætti. Við þau tímamót var ritið fært í nýjan búning og laut næstu fjögur árin ritstjórn þriggja ritstjóra auk annarra ritstjórnarmanna. Einn ritstjóranna annaðist greinar og annað efni á ensku en hinir tveir, allt íslenskt efni, samskipti og útgáfu á vef.
Frá árinu 2016 fara einn eða tveir ritstjórar með ritstjórn Netlu hverju sinni. Ritstjórar njóta stuðnings ritnefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.
Hafa samband
Anna Bjarnadóttir
Verkefnastjóri
- Sími:525 5931
- Netfang:annabjarnadottir@hi.is